Mynd sem tekin var í kjölfar aðalfundar Feneyanefndar Evrópuráðsins í árslok 2025. Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins í stórnskipulegum málefnum. Samningssvið nefndarinnar hefur verið útvíkkað þannig að aðild að nefndinni eiga 61 ríki, 46 ríki Evrópuráðsins auk 15 annarra.
Nefndin safnar saman, þróar og miðlar stjórnarskrárlegri og lagalegri reynslu aðildarríkja sinna og leggur þannig sitt af mörkum til sameiginlegrar stjórnarskrárarfleifðar.
Hlutverk Feneyjanefndarinnar er að veita aðildarríkjum sínum lögfræðilega ráðgjöf og einkum að aðstoða þau ríki sem vilja samræma laga- og stofnanauppbyggingu sína evrópskum og alþjóðlegum viðmiðum á sviðum lýðræðis, mannréttinda og réttarríkisins.
Traust orðspor nefndarinnar fyrir sjálfstæði og hlutlægni, ásamt einstökum starfsháttum hennar sem byggja á opnum samskiptum við stjórnvöld og alla hagsmunaaðila í viðkomandi landi, markar henni sérstöðu í að greiða fyrir framgangi lýðræðislegra umbreytinga og koma til aðstoðar í neyðaraðstæðum eða átökum.
Árið 2023 skuldbundu þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir, með Reykjavíkuryfirlýsingunni, sig til að efla Feneyjanefndina og auka sýnileika hennar.
Skrifstofa nefndarinnar er staðsett í Strassborg í Frakklandi, í höfuðstöðvum Evrópuráðsins. Aðalfundir Feneyjanefndar eru haldnir í Feneyjum á Ítalíu, í Scuola Grande di San Giovanni Evangelista, fjórum sinnum á ári (í mars, júní, október og desember).

