Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019.

Herdis fyrir utan RÚV í Efstaleiti 2012 (ljósmynd Mbl. Eggert Jóhannesson).

Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir er meðal þeirra sem sóttu um starf út­varps­stjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Her­dís staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Her­dís er doktor í lög­um með tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­svið. Hún er einnig menntaður stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Banda­ríkj­un­um. Her­dís er fyrr­ver­andi laga­pró­fess­or, með rétt­indi til að starfa sem héraðsdóms­lögmaður.

Hún er sér­fræðing­ur á sviði vinnu­rétt­ar og jafn­rétt­is­mála fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur kom­ist til æðstu met­orða í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins sem er nefnd lög­spek­inga í stjórn­skip­un og mann­rétt­ind­um. Her­dís var fyrsti rit­stjóri Mann­lífs og síðan út­gef­andi og rit­stjóri Heims­mynd­ar.

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.