blaðamenn

Evrópuráðið hefur sett upp vettvang á netinu í samvinnu við fimm félagasamtök í þeim tilgangi að stuðla að aukinni vernd og öryggi blaðamanna. Sjá hér:

Þessi vettvangur verður notaður af aðildarfélögunum – Article 19 í London, samtökum evrópskra blaðamanna, EFJ (European Association of Journalists), IFJ (International Federation of Journalists) og samtökum blaðamanna án landamæra (Journalists and Reporters without Borders). Vettvangurinn verður notaður til að setja inn tilkynningar varðandi aðsteðjandi hættur og ógnir við frétta- og blaðamenn og tjáningarfrelsi þeirra og vekja þar með athygli stofnana og 47 ríkja Evrópuráðsins á þeim.

Þarna verður á einum stað unnt að koma á framfæri upplýsingum sem hafa verið staðfestar af aðildarfélögunum varðandi alvarlegar líkamsárásir á blaðamenn, ógnum við uppljóstrara og þá sem standa vörð um leynd heimildarmanna og aðrir tilraunir, hvort sem er af hálfu stjórnmálamanna eða dómskerfis gegn frjálsu flæði upplýsinga og tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Nýi vettvangurinn gerir Evrópuráðinu kleift að vekja athygli á alvarlegum ógnum sem steðja að tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks þannig að unnt verði að bregðast skjótar við slíkum hættum og taka upp þráðinn við þau ríki sem hlut eiga að máli og finna úrræði. Á vettvangi þessum verður einnig unnt að fylgjast með aðgerðum Evrópuráðsins í þessum efnum.

Víða í ríkjum Evrópuráðs (sem eru 47 talsins) hafa blaðamenn sætt ofsóknum, verið misþyrmt, sviptir frelsi og æru, teknir af lífi fyrir að sinna störfum sínum að miðla upplýsingum til almennings. Af þessum sökum ákvað Evrópuráðið að bregðast við með því að setja þennan net-vettvang á laggirnar.

council of europe

10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu

10. gr. [Tjáningarfrelsi.]1)
1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.
1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

Bók Herdísar Þorgeirsdóttur um tjáningarfrelsi blaðamanna og vernd þess í ljósi 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

journalism worthy

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tilkynningin á vefnum varðar hroðalegt morð á 32 ára blaðamanni í Úkraínu í febrúar s.l., Vyacheslav Veremiy. Hér á mynd ásamt eiginkonu og ungum syni.

blaðamaður myrtur