Á fundi Feneyjanefndar og æðstu dómstóla í Suður-Ameríku í Ouro Preto í Brasilíu 7. maí s.l. var forseti hæstaréttar Brasilíu, Joaquim Barbosa með framsögu í panel sem ég stýrði. Umfjöllunarefnið var vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda á tímum efnahagsþrenginga. Barbosa var kjörinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af Time í fyrra (sjá hér). Hann er álitinn þjóðhetja í Brasilíu vegna einarðrar afstöðu sinnar til spillingar og áhrifa peningavalds í pólitík. Barbosa var dómari í stærsta pólitíska spillingarmáli sem komið hefur fyrir hæstarétt Brasilíu. Hann er oft nefndur sem næsti verðandi forseti Brasilíu.