by Herdís Þorgeirsdóttir | 30.05.2008 | Almanak

Umfjöllun Viðskiptablaðsins um fjölmennsustu ráðstefnu sem haldin er í íslensku atvinnulífi:
Konur eiga langt í land þegar kemur að völdum og áhrifum í samfélaginu
Ráðstefnan Tengslanet IV – Völd til kvenna hófst í gær í Háskólanum á Bifröst. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en yfirskrift hennar í ár er „Konur og réttlæti“.
Stofnandi hennar og stjórnandi frá upphafi er dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Herdís segir hugmyndina í upphafi hafa verið að skapa nýja leið í jafnréttisbaráttunni. Tengslanetið sé vettvangur fyrir þverfaglega samvinnu kvenna af öllum sviðum samfélagsins og þar séu málin rædd opinskátt en um leið hafin yfir allt pólitískt dægurþras.
„Tengslanet er orðin stærsta ráðstefnan í íslensku viðskiptalífi. Hana sækja konur á öllum aldri. Á meðal þátttakenda eru konur úr viðskiptalífinu, lögfræðingar, kennarar, leikarar, bændur og húsmæður svo eitthvað sé nefnt.“
Fyrsta ráðstefnan gekk vonum framar
Herdís segir upphafið megi rekja til ársins 2004 en þá hafði hún nýhafið störf við lagadeild Háskólans á Bifröst. Í fyrstu gekk hugmyndin út á að halda ráðstefnu fyrir kvenlögfræðinga en fljótlega varð henni ljóst að sá hópur væri of þröngt afmarkaður. Það væri líklegri leið til árangurs að hafa víðtækari skírskotun og höfða til fleiri. Á sama tíma voru stofnuð félög kvenna í ýmsum starfsstéttum, s.s. í lögmennsku, endurskoðun og hjá læknum. Herdís segist því hafa látið þau boð út ganga að ráðstefnan væri öllum opin. Fljótlega varð henni ljóst að áhuginn væri mikill því það rigndi inn skráningu í tölvupósti. Nadine Strossen, forseti bandarísku réttindasamtakanna, sem er jafnframt þekktur prófessor við lagadeild New York háskólans í Bandaríkjunum hélt erindi á fyrstu ráðstefnunni ásamt fjölda íslenskra fyrirlesara.
Mikil stemning myndaðist strax á fyrsta degi Ráðstefnan þótti takast vel og var Herdís m.a. útnefnd til verðlauna Jafnréttisráðs fyrir vikið.
„Það myndaðist svo mikil stemning á ráðstefnunni. Þarna voru konur sem voru t.d. höfuðandstæðingar úr stjórnmálum en þetta hófst einhvern veginn yfir alla flokkadrætti. Konur sameinuðust í einhverjum ákafa og gleði. Það sem m.a. hefur einkennt þessar ráðstefnur er einmitt ekkert þras, heldur miklu frekar ákveðin gleði og samstaða. Konur virðast líta á hana sem samræðugrundvöll.“
Hér má sjá dagskrá einnar fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í íslensku fræðasamfélagi.
Umfjöllun Viðskiptablaðsins.
Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndarinn Ari Magg fyrir auglýsingu vegna Tengslanets-IV ráðstefnunnar.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 29.05.2008 | Almanak
TENGSLANET IV – Völd til kvenna
- – 30. maí, 2008
„KONUR & RÉTTLÆTI“
- mars, 2008
Ágæta Tengslanet,
Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og fyrir ykkar þátt í því að gera ráðstefnuna Tengslanet III – Völd til kvenna – að fjölmennustu ráðstefnu í íslensku viðskiptalífi árið 2006. Auðvitað átti hin heimsþekkta Germaine Greer sinn þátt í því hve aðsóknin var mikil. Það er þó fyrir ykkar tilstuðlan, sem hafið sótt tengslanets-ráðstefnurnar að þær eru vinsælustu ráðstefnur um málefni kvenna sem haldnar hafa verið á Íslandi frá upphafi. Við höfum með okkar framlagi á tengslanets-ráðstefnunum, sem sóttar eru af konum úr öllu litrófi stjórnmála og starfsstétta, haft umtalsverð áhrif á jafnréttisbaráttu á Íslandi.
Tengslanet IV – Völd til kvenna verður haldin 29. – 30. maí n.k. og er yfirskrift ráðstefnunnar KONUR & RÉTTLÆTI. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og áður: Mæting á Bifröst kl. 16 fimmtudaginn 29. maí,gengið á Grábrók eftir upphitun við rætur fjallsins; fjallræða á toppnum, stórkostleg veisla úti í guðsgrænni náttúrunni í Paradísarlaut á fimmtudagskvöldinu; röð af frábærum fyrirlestrum á föstudeginum og móttakaforseta Íslands á Bessastöðum í lok ráðstefnu.
Að venju heiðra ráðstefnuna stjörnufyrirlesarar. Judith Resnik prófessor við lagadeildina á Yale sem var útnefnd fremsti fræðimaður í lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökunum hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún er af mörgum talin verða næsta konan sem sest í Hæstarétt Bandaríkjanna. Sjá meðfylgjandi mynd og ferilskrá. Maud de Boer-Buquicchio er annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og eftirsóttur fyrirlesari innan lögsögu þess sem rúmar 800 milljónir manna. Hún er glæsilegur fyrirlesari og með púlsinn á stöðu mannréttinda í Evrópu og með yfirsýn á réttarstöðu kvenna í ríkjum sambandsins en alls eru þau 46 og hefur hún heimsótt þau vel flest (http://www.coe.int/t/secretarygeneral/sga/Biography_en.asp). Sjá meðfylgjandi mynd.
Að vanda verður einnig fjöldi íslenskra, skemmtilegra fyrirlesara og umræður í kjölfarið. Dagskrá verður send út bráðlega. Að vanda er þátttökugjaldi haldið í algeru lágmarki. Verð fyrir þátttöku á ráðstefnunni þar sem allt er innifalið (nema gisting), þ.e. matur, drykkur og akstur eftir veislu og aftur á ráðstefnuna daginn eftir er kr. 16.500.
Með þessu bréfi viljum við benda ykkur á að gestir tengslanetsins verða sjálfir að panta gistiaðstöðu á eftirtöldum þremur hótelum í nágrenni Bifrastar og munum við sjá um að aka gestum á hótel eftir veisluna í Paradísarlaut og sækja aftur að morgni föstudagsins 1. júní. Ráðstefnan verður haldin í Hriflu, hinum glæsilega ráðstefnusal á Bifröst eins og fyrri ár. Á Bifröst verður einnig snæddur hádegisverður á veröndinni fyrir framan kaffihúsið ef vel viðrar.
Ég hef skynjað mikinn áhuga á tengslanetinu hjá konum í ýmsum fagfélögum, sem hafa komið að tengslanetinu áður; félagi kvenna í lögmennsku, í læknastétt, meðal verkfræðinga, endurskoðenda, félagi kvenna í atvinnurekstri, konum úr listalífi, starfsmönnum borgar og bæja, konum í pólitík og konum sem ég hef hitt í heita pottinum í lauginni eða á förnum vegi; konum á öllum aldri og alls staðar af landinu.
SKRÁNING fer fram á heimasíðu skólans www.bifrost.is. Aðstoðarkona mín Sonja Ýr Þorbergsdóttirmeistaranemi við lagadeildina á Bifröst svarar fyrirspurnum varðandi skráningar en netfang hennar ersonjat@bifrost.is og gsm 661 2930.
Ég hvet ykkur til að panta ykkur gistiaðstöðu sem fyrst – eftirtalin hótel bjóða vetrarverð fyrir tveggja manna herbergi.
Kær kveðja,
Herdís Þorgeirsdóttir
GESTUM ER BENT Á AÐ PANTA HÓTEL Í TÍMA (sjá upplýsingar hér fyrir neðan)
Boðið er upp á gistingu á hótelum í nágrenni Bifrastar. Valið stendur á milli Hraunsnefs sem er lítið og vinalegt sveitahótel staðsett rétt hjá Bifröst; Hótel Reykholts; Hótel Hamars sem er nýtt Icelandair hótel og stendur á milli Bifrastar og Borgarness. Afsláttur er fyrir þátttakendur Tengslanets IV.
SKRÁNING fer fram á heimasíðu skólans www.bifrost.is. Aðstoðarkona mín Sonja Ýr Þorbergsdóttir,meistaranemi við lagadeildina á Bifröst, svarar fyrirspurnum varðandi skráningar en netfang hennar ersonjat@bifrost.is og gsm 661 2930.
- Hótel Hamar verð með 15% afslætti:
2ja manna herbergi með morgunverði: 12.600
Pantanir í síma : 433-6600 eða e-mail: hamar@icehotels.is
http://icehotels.is/
- Hraunsnef verð með 18% afslætti:
2ja manna herbergi með morgunverði: 9.500
Pantanir í síma: 435-0111 eða e-mail: hraunsnef@hraunsnef.is
http://hraunsnef.is/
- Hótel Reykholt verð með 25 % afslætti:
1 manns herbergi með morgunverði: 12.675
2ja manna herbergi með morgunverði: 15.675
3ja manna herbergi með morgunverði: 18.600
Pantanir í síma: 435-1260 eða e-mail: bokun@Fosshotel.is
http://www.fosshotel.is/en/hotel/fosshotel_reykholt.html
Ráðstefnugestum verður ekið á hótelin á fimmtudagskvöld eftir kvöldverðarveisluna í Paradísarlaut og þeir sóttir aftur eftir morgunverð á föstudagsmorgni til að sitja ráðstefnuna á Bifröst.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 29.05.2008 | Almanak
Tengslanet – IV: völd til kvenna
Ráðstefna á Bifröst 29. – 30. maí 2008
”Konur og Réttlæti”
Dagskrá
Fimmtudagurinn 29. maí 2008
Kl. 1630 Mæting á Bifröst og skráning
Kl. 17.30 Upphitun við rætur Grábrókar
Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, stjórnar upphitun áður en haldið er í göngu á Grábrók. Athugið að vera í hlýjum og þægilegum fatnaði. Það er göngustígur alla leiðina upp. Ekki erfitt!

Kl. 17.45 Blessun í upphafi göngu

Séra Jóna Hrönn Bolladóttirflytur ávarp og blessar hópinn áður en lagt er af stað.

Kl. 18.10 Fjallræðan
Fjallræðuna flytur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur
Kl. 18.40 Rútur flytja gesti niður í Parardísarlaut
Þar verður framreiddur kvöldverður með léttum veigum. Veislustjóri er Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður. Katrín Jakobsdóttir þingmaður, Steinunn Stefánsdóttir ritstjóri, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og fleiri skemmtilegar konur taka til máls.



Kl. 22.00 Rútur fara með gesti heim á hótel
Hraunsnef, Hótel Hamar, Hótel Borgarnes og Hótel Reykholt, Bjarg, Ensku húsin, Stóru-Skógar og Munaðarnes.

Föstudagurinn 30. maí 2008
Kl. 08.20 Rútur sækja gesti á hótel
Hraunsnef, Hótel Hamar, Hótel Borgarnes, Hótel Reykholt, Bjarg, Ensku húsin, Stóru-Skógar og Munaðarnes.
Kl. 09.00 Ágúst Einarsson rektor á Bifröst býður gesti velkomna
Kl. 09.05 Opnun ráðstefnu– Herdís Þorgeirsdóttir prófessor

Kl. 09.15 Maud de Boer Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins
Maud de Boer Buquicchio flytur erindi. Hún er fyrsta konan til að gegna starfi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, er lögfræðingur að mennt með sérstakan áhuga og þekkingu á jafnréttismálum og mannréttindum almennt.


Kl. 09.45 Fyrirspurnir úr sal
Herdís Þorgeirsdóttirprófessor og HelgaJónsdóttir bæjarstýra í Fjarðabyggð stjórna umræðum
Kl. 10.00 Fremsti fræðimaðurinn 2008
Prófessor Judith Resnik við lagadeild Yale háskóla
Judith Resnik er aðalfyrirlesari Tengslanetsins að þessu sinni. Lögmannafélag Bandaríkjanna heiðraði hana í Los Angeles fyrir skömmu sem athyglisverðasta fræðimanninn á sviði lögfræði nú en aðeins fáar konur hafa hlotið þann heiður í fyrri tilfellum. Hún hefur sem fræðimaður stefnt að því að hafa áhrif á hugmyndir um réttarríkið og réttarframkvæmd: félagslegt réttlæti og femínisma.

Kl. 10.40 Kaffi
Kl. 10.55 Fyrirspurnir til Judith Resnik og umræður í kjölfar erindis hennar
Kl. 11.15 Pallborð I – KVENORKAN Í ATVINNULÍFINU

Stjórn umræðna Ingibjörg Sólrún Gísladóttirutanríkisráðherra. Framsögur hafa Elín Sigfúsdóttir
framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, Kristín Linda Jónsdóttir kúabóndi sem flytur erindið Stelpur í starfi – blómlegri landsbyggð og sælla samfélag, Dögg Pálsdóttir lögmaður flytur erindið Að gera eitthvað úr engu, nema sjálfum sér,Heiðrún Jónsdóttirframkvæmdastjóri hjá Eimskip og Kristín Pétursdóttirforstjóri Auðar
Capital sem segir Förum fyrir fé





Kl. 12.10 Umræður og fyrirspurnir úr sal
Kl. 12.30 Hádegisverður – hlaðborð
Kl. 13.30 Pallborð II – Lífsbaráttan: Foreldrar og fyrirvinnur, fjölskyldur & flækjur

Stjórn umræðna Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar. Framsögur hafa María Ellingsenleikkona, Arnfríður Einarsdóttirhéraðsdómari, Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. og Guðrún Nordalprófessor. 


Kl. 14.30 Pallborð III – Réttlæti og pólitísk rétthugsun
Stjórn umræðna Hjördís Hákonardóttirhæstaréttardómari. Framsögur hafa Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður hjá HÍ, Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Ragnhildur Sverrisdóttirrithöfundur og Svanhildur Hólm Valsdóttir ritstjóri Íslands í dag.




Kl. 15.20 Kaffi, konfekt og ávextir
Kl. 15.35 Pallborð IV – Nýjar leikreglur í þágu réttlætis

Stjórnandi umræðna Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra. Framsögur hafa Kolbrún Sævarsdóttirsaksóknari, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, Vigdís Grímsdótturrithöfundur og Valgerður Bjarnadóttirviðskiptafræðingur og varaþingmaður.



Kl. 17.00 Ráðstefnuslit
Kl. 18.30 Móttaka Forseta Íslands á Bessastöðum
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Frá móttöku á Bessastöðum í lok Tengslanets I – vorið 2004.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 29.05.2008 | Almanak
Orðin verða lög
Afl í sjálfu sér
* „Tengslanet stærra en nokkru sinni, “ segir prófessor Herdís Þorgeirsdóttir stofnandi ráðstefnunnar * Vilja rétta hlut kvenna
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir Ráðstefnan Tengslanet IV – Völd til kvenna hefst í dag með því að tæplega 500 konur ganga á Grábrók, þar á meðal Maud de Boer Buquicchio, annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, og Judith Resnik, prófessor við…
Eftir Björgu Evu Erlendsdótturbeva@24stundir
Ráðstefnan Tengslanet IV – Völd til kvenna hefst í dag með því að tæplega 500 konur ganga á Grábrók, þar á meðal Maud de Boer Buquicchio, annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, og Judith Resnik, prófessor við lagadeild Yale. „Resnik var útnefnd fremsti fræðimaður í lögfræði 2008 í Bandaríkjunum, “ segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, stofnandi Tengslanetsins.
Konur sem mæta koma úr öllum áttum og eru af öllum stéttum og á öllum aldri í íslensku samfélagi. „Þær eiga það sameiginlegt að vilja rétta hlut kvenna,“ segir Herdís.
Þegar sú hugmynd hennar kviknaði árið 2004, eftir að Herdís hóf störf við lagadeildina á Bifröst, að efna til ráðstefnu um jafnréttismál grunaði hana ekki að hún yrði stærsta ráðstefnan í íslensku viðskiptalífi. Þátttakan sló met 2006 og er enn meiri nú.
Paradísarlaut of lítil
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur ávarpar konur af Grábrók í dag, standandi hlaðborð er á Kiðáreyrum við Hreðavatn, en ekki í Paradísarlaut eins og hingað til því að lautin rúmar ekki fjöldann.Erlendu gestirnir hefja formlega dagskrá með erindum en þá taka við pallborðsumræður í fjórum liðum, undir stjórn íslenskra kvenna.
Lokapunkturinn verður settur í móttöku hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra en fjöldans vegna var ekki hægt að vera á Bessastöðum eins og fyrri ár. Það má því segja að ráðstefnan hafi sprengt af sér bæði Bessastaði og Paradísarlaut.
Eldmóður og samstaða
„Ég var fengin til að tala um réttindi barna hjá félagi kvenna í læknastétt og sá þá að áhugi á jafnréttismálum, réttindum barna og mannréttindum almennt var ekki bundinn við lögfræðinga. Betra væri að sækja þátttakendur víðar enda eru málefnin slík að þau snerta allar konur, hvar í flokki sem þær standa eða hvaða starfi sem þær gegna og því mikilvægt að sem flestar raddir heyrist í þessum efnum. Þá sá ég einnig að náttúrulegt umhverfið hér væri kjörinn vettvangur. Gífurleg stemning myndaðist á fyrstu ráðstefnunni og þeim seinni. Þar er gleði, eldmóður og samstaða og nú víbrar loftið þegar Tengslanet IV er að hefjast. Hópurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari og erlendu fyrirlesararnir eru spenntir fyrir þessu fyrirbæri sem mér finnst sjálfri hafa orðið afl í sjálfu sér.“
Árangurinn er augljós
„Já,“ segir Herdís og vísar í ályktanir Tengslanetsins um konur í stjórnir fyrirtækja og um afnám launaleyndar. „Hlutafélagalögum var breytt í kjölfar Tengslanets 2006 og ályktun um afnám launaleyndar var líka lögleidd.“ Hún bætir við að enn vanti mikið upp á að konur njóti sömu kjara og karlar, að raddir þeirra heyrist og þær taki ákvarðanir í efstu lögum samfélagsins – „en við verðum að halda áfram því að jafnréttisbaráttan er samofin almennri velmegun og velferð. Það eru því hagsmunir allra að konur hviki hvergi. Ef við stöndum saman og munum að sameiginlegir hagsmunir eru meiri en það sem skilur okkur að náum við árangri. Samstaða er lykilatriði. Ég las nýlega gott heilræði: leggðu hart að þér, ekki búast við neinu og skemmtu þér! Þetta er það sem við eigum að gera. Það gerir það enginn annar fyrir okkur.“
Í hnotskurn
Fyrsta ályktun Tengslanetsins var um konur í stjórnir, síðast var ályktað um afnám launaleyndar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sótt ráðstefnuna frá upphafi. Utanríkisráðherra á von á Condoleezzu Rice á morgun.