Alþjóðleg fjölmiðlaráðstefna í London

Talaði af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri fjölmiðlaráðstefnu í London 10. og 11. júlí sl. Fjallaði um öryggi blaðamanna; réttinn til lífs og tjáningar og sagði frá starfi Feneyjanefndar þ.á m. áliti sem ég og fleiri unnum. Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd í október 2018 að nefndin ynni álit um ástand stjórnskipunar í landinu en fyrirspurnin kom í kjölfar skýrslu á vegum þingsins um hrottalegt morð á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia hinn 16. október 2017. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál nátengd stjórnvöldum, þ.á m. peningaþvætti, skattaskjól o.fl. Daphne Caruana Galizia var sprengd í loft upp nokkra metra frá heimili sínu í Valetta, höfuðborg Möltu. Skömmu eftir að beiðnin barst frá Evrópuráðsþinginu kom beiðni frá dómsmálaráðherra Möltu um að Feneyjanefnd skilaði áliti um stjórnskipun á Möltu, sjálfstæði dómstóla og stöðu réttarríkisins í hnotskurn. Rannsókn á morðinu hefur dregist á langinn og stjórnvöld á Möltu sætt harðri gagnrýni. Á undnafjörnum tveimur árum hafa nokkrir blaðamenn sem hafa verið að rannsaka spillingsrmál verið myrtir – í hjarta Evrópu, þ.á m. í Slóvakíku þar sem ungur blaðamaður og kærasta hans voru myrt í ársbyrjun 2018.  Fjallaði Herdís um skyldu stjórnvalda til að rannsaka morð af þessu tagi sérstaklega og þ.á m. í ljósi tengsla umfjöllunar blaðamannana og þeirra sem skipulagt hafi morðin því ekki sé nóg að benda á einhverja augljósa “leigumorðingja”.

 

Sjá ræðu Herdísar hér: https://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2792

Ráðstefnan var haldin að undirlagi utanríkisráðherra Bretlands  Jeremy Hunt og utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland. Jeremy Hunt skipaði mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney sem sérlegan talsmenn fjölmiðlafrelsis fyrir Breta fyrr á þessu ári og var Clooney með framsögu á fundinum í London.

Sjá hér umfjöllun á vef Blaðamannafélags Íslands.

 

 

 

 

 

https://www.press.is/is/um-felagid/utgefid-efni/frettir/sterk-stofnanaumgjord-gegn-skadleysi-af-glaepum-gegn-bladamonnum?

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…