Þess var farið á leit við mig af austurrísku ráðgjafafyrirtæki  í apríl sl. að ég skrifaði grein um tilurð kerfis jafnlaunavottunar á Íslandi og ræddi kosti þess og galla vegna fyrirhugaðs námskeiðs sem halda skyldi á vegum framkvæmdastjórnar Esb. í lok  maí í Reykjavík og yrði pappírinn lagður til grundvallar umræðu. Þátttakendur á námskeiðinu komu víðsvegar að frá Evrópu. Sjá hér pappírinn.

 

Discussion paper_IS 2019

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Tengslanets-ráðstefnunum, sem ég stóð fyrir á Bifröst á fyrsta áratug þessarar aldar og voru gífurlega fjölsóttar. Á efri myndinni er Ingibjörg Þorsteinsdóttir (síðar dómari við héraðsdóm Reykjavíkur). Hún kynnti á ráðstefnunni 2004 hugmynd um jafnréttiskennitölu fyrirtækja og varð það grunnurinn að því sem þróaðist út í að verða jafnlaunavottun.