Jafnlaunavottun – skrif fyrir ráðstefnu á vegum ESB

Þess var farið á leit við mig af austurrísku ráðgjafafyrirtæki  í apríl sl. að ég skrifaði grein um tilurð kerfis jafnlaunavottunar á Íslandi og ræddi kosti þess og galla vegna fyrirhugaðs námskeiðs sem halda skyldi á vegum framkvæmdastjórnar Esb. í lok  maí í Reykjavík og yrði pappírinn lagður til grundvallar umræðu. Þátttakendur á námskeiðinu komu víðsvegar að frá Evrópu. Sjá hér pappírinn.

 

Discussion paper_IS 2019

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Tengslanets-ráðstefnunum, sem ég stóð fyrir á Bifröst á fyrsta áratug þessarar aldar og voru gífurlega fjölsóttar. Á efri myndinni er Ingibjörg Þorsteinsdóttir (síðar dómari við héraðsdóm Reykjavíkur). Hún kynnti á ráðstefnunni 2004 hugmynd um jafnréttiskennitölu fyrirtækja og varð það grunnurinn að því sem þróaðist út í að verða jafnlaunavottun.

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…