Viðmiðunarreglur fyrir Umboðsmenn

Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins 25 grundvallarviðmið til verndar embættum umboðsmanna en mörg þeirra hafa sætt ítrekuðum ofsóknum á undangengnum árum. Embætti umboðsmanna eru mikilvæg í lýðræðisríkjum; þjónusta þeirra  þeirra stendur til boða þeim einstaklingum sem eiga ekki kost á því að fara með umkvörtunarefni sín í samskiptum við stjórnsýsluna fyrir dómstóla. Umboðsmenn geta aðhafst að eigin frumkvæði ef misbrests verður vart í stjórnsýslunni eða gegn meintum mannréttindabrotum og gegna því mikilvægu hlutverki andspænis stjórnvöldum sem verða að þola gagnrýni. Umboðsmenn standa á milli stjórnsýslu og borgara og eru því í lykilstöðu til að leiðrétta það sem miður fer. Viðmiðunarreglurnar sem Feneyjanefndin samþykkti til verndar og framgangi stofnana umboðsmanna “Feneyja-viðmiðin” eru ítarlegasti gátlisti sem gerður hefur verið í þágu þessara mikilvægu stofnana fyrir almenning og lýðræðið og embætti umboðsmanna í um 140 löndum heims komu að verkinu með ráðleggingum. Formaður vinnuhóps Feneyjanefndarinnar var Jan Helgesen fyrrum prófessor við lagadeild Oslóarháskóla og fulltrúi í Feneyjanefnd Evrópuráðsins um langt skeið. Umsjón með verkinu af hálfu starfsfólks Feneyjanefndar hafði Caroline Martin.

FENEYJA-VIÐMIÐIN (THE VENICE PRINCIPLES)

Jan Helgesen

 

Caroline Martin

Fulltrúar frá alþjóðlegum samtökum umboðsmanna sátu fundinn.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…