Blaðamennska getur verið lífshættulegt starf

Frétt á vef RUV vegna viðtals Óðins Jónssonar við Herdísi Kjerulf Þorgeirdóttur hinn 19. nóvember 2011 (hlusta hér) : Blaðamennska er oft vanþakklátt starf – jafnvel stórhættulegt. Það sem af er þessu ári hafa 45 blaðamenn í heiminum verið drepnir, sumir við skyldustörf á háskaslóð, aðrir hafa verið myrtir. Fyrir rúmu ári var Daphne Caruana Galizia, blaðamaður, myrt – sprengju komið fyrir undir bíl hennar. Þetta var 16.október 2017. Enn hefur réttlætinu ekki verið fullnægt og maltnesk yfirvöld sæta ámæli vegna seinagangs við rannsókn málsins. Staðan á Möltu er um margt lýsandi fyrir heiminn.

Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, lögmaður, fyrsti varaforseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins, er nýkomin frá Möltu og ræddi á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu blaðamanna gagnvart ógnum sem að þeim steðja. Herdís sagði að rannsóknin á Möltu stæði enn og hún hefði séð að íbúar í Valletta, höfuðborg Möltu, sýndu minningu hennar virðingu og segðu: „Þetta má ekki gleymast. Þetta má ekki fyrnast. Við verðum að halda vöku okkar.” Rithöfundurinn heimsþekkti Margaret Atwood ritaði á dögunum grein fyrir hönd PEN-samtakanna í The Guardian og spurði hvar réttlætið væri fyrir Daphne Caruana Galizia, sem barðist gegn spillingu í heimalandi sínu, litlu eyríki þar sem frændhygli og óheilbrigt samband stjórnmála og viðskipta hefur verið áberandi. Þetta er staðan víða um heim. „Það er spilling innan stjórnmálanna. Það er spilling í viðskiptalífinu. Alltof náin tengsl fjármálaafla og stjórnmála út um allan heim – í flestum ríkjum.”

„Ástandið núna er virkilega svart,” sagði Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir á Morgunvaktinni, ekki síst í Mexíkó og víða í S-Ameríku:  „Fólk er ofboðslega hrætt vegna þess að hættan við að tjá sig, andæfa og segja hluti, getur endað með lífláti – morði.”

http://www.ruv.is/frett/astandid-er-nuna-er-virkilega-svart?fbclid=IwAR1bxzoSHBhj4UebijBme2QSbli2eip_e4lIlVQnOrFXHmhAcKHKs_YAkAA

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…