Sendinefnd frá Feneyjanefnd Evrópuráðsins átti fundi með stjórnvöldum á Möltu sem leituðu til nefndarinnar um aðstoð við að styrkja stjórnskipun landsins, þ. á m frekari aðgreiningu ríkisvalds, sjálfstæði dómsstóla og réttarríkið almennt. Sama beiðni hafði áður komið frá laganefnd Evrópuráðsþingsins. Beiðnin kemur í kjölfar hryllilegs morðs á þekktri blaðakonu, Daphne Caruana Galizia í nóvember 2017 en hún hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir spillingu. Þrír menn voru handteknir eftir að sprengju hafði verið komið fyrir í bifreið með þeim afleiðingum að hún lét lífið. Malta hefur verið aðili að Evrópuráðinu frá 1965 og er einnig í Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni í kjölfar morðsins á Daphne en hún hafði sætt hótunum og einelti fyrir morðið og hafði láti lögreglu vita um morðhótanir.

Feneyjanefnd átti fundi á Möltu með dómsmálaráðherra og vara forsætisráðherra, forseta æðsta dómsstóls landsins, ríkislögmanni, umboðsmanni, forseta Möltu, félagasamtökum, lögregluyfirvöldum og fleirum.

http://uploads.maltatoday.com.mt/news/national/90718/specific_constitutional_changes_to_address_corruption_needed_opposition_tells_venice_commission?fbclid=IwAR0yIrSlAmMEKSqtCBXw8Ac73e9dPJszM5KoWYPgQgFlQ56h3sSfRDNyEW4#.W-WAKXr7SRt

http://www.independent.com.mt/articles/2018-11-06/local-news/Government-Nationalist-Party-meet-with-Venice-Commission-6736198929?fbclid=IwAR04JefYzcQa4rPkEElu4byJ0RkI-RCtpVIhhz68wZySp3-2XKcOoFUNUcE

Talks between Government and the Venice Commission on strengthening the country’s institutions

Il-Venice Commission titlob laqgħa ma’ Chris Fearne