Styrking stjórnskipunar á Möltu

Sendinefnd frá Feneyjanefnd Evrópuráðsins átti fundi með stjórnvöldum á Möltu sem leituðu til nefndarinnar um aðstoð við að styrkja stjórnskipun landsins, þ. á m frekari aðgreiningu ríkisvalds, sjálfstæði dómsstóla og réttarríkið almennt. Sama beiðni hafði áður komið frá laganefnd Evrópuráðsþingsins. Beiðnin kemur í kjölfar hryllilegs morðs á þekktri blaðakonu, Daphne Caruana Galizia í nóvember 2017 en hún hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir spillingu. Þrír menn voru handteknir eftir að sprengju hafði verið komið fyrir í bifreið með þeim afleiðingum að hún lét lífið. Malta hefur verið aðili að Evrópuráðinu frá 1965 og er einnig í Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni í kjölfar morðsins á Daphne en hún hafði sætt hótunum og einelti fyrir morðið og hafði láti lögreglu vita um morðhótanir.

Feneyjanefnd átti fundi á Möltu með dómsmálaráðherra og vara forsætisráðherra, forseta æðsta dómsstóls landsins, ríkislögmanni, umboðsmanni, forseta Möltu, félagasamtökum, lögregluyfirvöldum og fleirum.

http://uploads.maltatoday.com.mt/news/national/90718/specific_constitutional_changes_to_address_corruption_needed_opposition_tells_venice_commission?fbclid=IwAR0yIrSlAmMEKSqtCBXw8Ac73e9dPJszM5KoWYPgQgFlQ56h3sSfRDNyEW4#.W-WAKXr7SRt

http://www.independent.com.mt/articles/2018-11-06/local-news/Government-Nationalist-Party-meet-with-Venice-Commission-6736198929?fbclid=IwAR04JefYzcQa4rPkEElu4byJ0RkI-RCtpVIhhz68wZySp3-2XKcOoFUNUcE

Talks between Government and the Venice Commission on strengthening the country’s institutions

Il-Venice Commission titlob laqgħa ma’ Chris Fearne

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…