Gagnsæi um fjárframlög til félagasamtaka

Fulltrúar Feneyjanefndar, Richard Clayton (t.v) og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir ásamt lögfræðingi sem starfar fyrir nefndina í Strassbourg, Ziya Tanjar og Alice Thomas sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað hjá ODIHR. Myndin er tekin í þinghúsinu í Búkarest, sem er önnur stærsta opinbera byggingin í heiminum, á eftir Pentagon.

Sérfræðingar á vegum Feneyjanefndar, þ.á m. dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir,  fara um þessar mundir yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum í Rúmeníu sem eiga að auka gagnsæi varðandi fjárframlög til félagasamtaka.  Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins í Strassborg sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún skilaði áliti um frumvarpsdrögin sem borið verður undir aðalfund nefndarinnar í mars. Fulltrúar Feneyjanefndar, Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir og Richard Clayton frá Bretlandi ræddu við fulltrúa í öldungadeild þingsins í Rúmeníu sem standa að frumvarpinu, fulltrúa stjórnvalda og forseta og dómara við stjórnlagadómstólinn í byrjun febrúar.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…