Fundur lögfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar

Fundur teymis lögfræðinga sem hafa unnið saman um langt árabil á sviði jafnréttislöggjafar á grundvelli Evrópusambandslöggjafar og í tilfelli íslenska lögfræðingsins, EES löggjafar var haldinn í Brussel 24. og 25. nóvember. Susanne Baer dómara við æðsta dómstól Þýskalands, stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe hélt þrumandi ræðu á föstudaginum þar sem hún gagnrýndi harðlega þá afstöðu sem einkennir bæði vinnubrögð alþjóðlegra stofnana og fleiri að tækla ekki kjarna vandamálsins heldur sigla áfram í yfirborðslegum regluverkum.Margir hafa vaxandi áhyggjur vegna uppgangs öfgahreyfinga og þjóðernis- eða andkerfisflokka í Evrópu og víðar, en nýlegur kosningasigur Donalds Trumps til forseta í Bandaríkjunum er sterk vísbending um þá þróun sem er að eiga sér stað á alþjóðavísu. Benti dr. Baer á vanmátt yfirþjóðlegra stofnana og ríkja til að stemma stigu við ýmsum ógnum sem steðja að þeim sem þegar eru minnimáttar í samfélaginu. Hún sagði mikilvægt að horfa á rætur vandans en ekki yfirborðið og skoða hvernig vaxandi efnahagslegur ójöfnuður eykur kynþáttafordóma, sexisma og ýtir undir aukinn stéttamun.

herdis_susanne_susanne_andreas_max

Herdís Þorgeirsdóttir, Susanne Baer dómari við stjórnlagadómstól Þýskands, Susanne Burri prófessor við lagadeild háskólans í Utrecht og Andreas Stein frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…