Fundur um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði í Prag

herdis-minniprag-okt-2016-adalmyndTalaði á fundi um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði  hinn 11. nóvember, sem fram fór í þinghúsinu í Prag. Það voru Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið, þingmannasamkunda Evrópuráðsins, þing Tékkneska lýðveldisins og tékkneska ríkissjónvarpinu sem stóðu að fundinum en fundurinn fór fram í þinghúsinu í Prag. Þingmenn frá mið- og austur-Evrópu sátu fundinn sem og stjórnendur opinberra útvarps- og sjónvarspsstöðva í Evrópu. Evrópuþingið, Efnahags- öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem og Evrópusamtök blaðamanna voru einnig aðilar að skipulagningu fundarins. Sjá hér dagskrá fundarins en eins og þar kemur fram var ég í panel ásamt dr. Mirjönu Lazarova-Trajkovska sem er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Makedóníska lýðveldisins. Hún lagði út af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu en ég ræddi m.a. niðurstöður Feneyjarnefndar á þessu sviði en nefndin hefur nýlega sent frá sér niðurstöður úr starfi sínu á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðla á grundvelli álita sinna í umfjöllun um löggjöf í aðildarríkjum Evrópuráðsins í áranna rás. Sjá hér. Á fundinum talaði einnig Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar  og formaður Stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og nýja miðla, forsvarsmaður Evrópusamtaka blaðamanna, þingmenn Evrópuráðs og fleiri.

Sjá hér umfjöllun um fundinn.

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…