Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu

Til vinstri á myndinni er Roberto de Figuereido Caldas, forseti Milliríkjadómstóls Ameríkuríkja (frá og með janúar 2016) og honum við hlið er Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar. Aðrir á myndinni eru forseti stjórnlagadómstóls Chile, forseti hæstaréttar Brasilíu, Herdís Þorgeirsdóttir og við enda borðs til vinstri glittir í spænska dómarann við Mannréttindadómstól Evrópu, Luis López Guerra. Til hægri sést fremst Veronica Bilkova fulltrúi í Feneyjanefnd frá Tékklandi; þá Juan José Romero Guzman, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Chile og Michael O’Boyle þekktur fræðimaður á sviði mannréttinda, áður hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Honum við hlið situr Grainne McMorrow frá Írlandi.

Var með framsögu á alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnskipulega vernd hópa sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, heilsuleysi eða vegna æsku eða elli. Ráðstefnan var haldin af Stjórnlagadómstól Chile í samvinnu við Feneyjanefnd, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum dagana 4. -5. desember. Ráðstefnuna sóttu forsetar æðstu dómstóla Rómönsku Ameríku, þ.á m. Milliríkjadómstóls Ameríku sem er staðsettur í Costa Rica sem var settur á fót í kjölfar fullgildingar Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja árið 1978. Í dómstólnum sitja sjö dómarar, sem hver um sig er tilnefndur og kosinn til sex ára í senn. Er það í höndum aðildarríkja mannréttindasáttmálans að kjósa dómara. Hver dómari má einungis vera endurkjörinn einu sinni.

Herdis Ricardo Lewandovski

Með forseta Hæstaréttar Brasilíu, Ricardo Lewandowski í hádeginu í dag. Hann stundaði einnig nám við Fletcer School of Law in Diplomacy í Boston eins og ég – aðeins á undan.

Gerður var m.a. samanburður á dómaframkvæmd Milliríkjadómstóls Ameríku og Mannréttindadómstóls Evrópu. Kom í minn hlut að skýra frá dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í málum barna og aldraðra.

Grainne

Alberto Perés dómari við hæstarétt Uruguai, Grainne McMorrow fulltrúi í Feneyjanefnd frá Írlandi og Josep Maria Castella Andreu, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Spáni.

Í Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja, sem er yngri en Mannréttindasáttmáli Evrópu er sérstakt ákvæði um vernd barna. Slíku er ekki fyrir að fara í Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu eru aðildaríkjunum 47 lagðar ríkar skyldur á herðar er kemur að vernd barna.

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…