Á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri

Á lögfræðitorgi þriðjudaginn 4. nóvember nk. mun dr. Herdís Þorgeirsdóttir, Viðskiptaháskólanum á Bifröst, fjalla um ábyrgð ríkisvaldsins í að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla út frá Mannréttindasáttmála Evrópu.

„Eru fjölmiðlar færir um að sinna hlutverki sínu sem varðhundar almennings?” Í erindu sínu á Lögfræðitorgi mun Herdís benda á hvernig þær forsendur sem hin upphaflega réttarvernd byggir á séu brostnar þar sem breytt umhverfi og aðsteðjandi ógnir að sjálfstæði fjölmiðla stafa ekki lengur eingöngu frá ríkisvaldinu heldur þriðja aðila, þ.e. eigendum fjölmiðla og auglýsendum. Herdís sýnir jafnframt fram á það hvernig markaðsöflin hafa ýtt undir sjálfs ritskoðun meðal blaða- og fréttamanna, þar sem sjálfsstýring og hin lagalega vernd lúta lægra haldi. Hún sýnir einnig fram á það að með jákvæðri (affirmative) túlkun á Mannréttindasáttmálanum og dómaframkvæmd hans sé verndin mun víðtækari en ætla mætti. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur hér á landi árið 1994.

Bók byggð á doktorsritgerð Herdísar er væntanleg frá Kluwer Law International: „Journalism Worthy of the Name: A Human Rights Perspective on Freedom within the Press.”

Dr. jur Herdís Þorgeirsdóttir er fræðimaður við Lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hún lauk doktorsprófi í lögum á sviði þjóðaréttar við lagadeild Háskólans í Lundi 2003. Hún hefur meistaragráðu í lögum og alþjóðasamskiptum (MALD) frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Herdís er varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefnd Evrópuráðs um lýðræði með lögum (Venice Commission for Democracy through Law) og er einnig í hópi evrópskra sérfræðinga sem vinna að jafnréttismálum fyrir Evrópusambandið. Hún var gestafræðimaður við Oxford University 1999. Herdís sinnti kennslu í meistaranámi við lagadeildina í Lundi 1997-2000. Hún var útgefandi um árabil, stofnaði og ritstýrði tímaritinu Heimsmynd og var jafnframt fyrsti ritstjóri Mannlífs og blaðamaður við Morgunblaðið 1977 til 1980.

Fyrirlestur Herdísar fer fram í húsnæði háskólans að Þingvallastræti 23, í stofu 14 og hefst klukkan 16:30.

Allir velkomnir!

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…