Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

herdís International Bar AssociationVar með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun, Lucy Scott-Moncrieff lögmaður í London og Nick Stanage en hann og barónessa Kennedy eru lögmenn á virtri stofu í London, Doughty Street Chambers, en þar starfar einnig mannréttindalögfræðingur, sem er stöðugt í sviðsljósinu ekki síst vegna að hún er gift heimsfrægum Hollywoodleikara. Á þinginu í Vín eru um 6 þúsund lögmenn alls staðar að en alþjóðasamtök lögmanna eru með mörg áhugaverð mál á dagskrá (t.d. spillingu) og fundurinn í morgun var bæði fróðlegur og skemmtilegur. Næsti fundur verður haldinn í Washington D.C. haustið 2016 (á sama tíma og bandarísku forsetakosningarnar verða).

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…