Félagsleg réttindi – Torino 18. október

torino high level conferenceFélagsleg og efnahagsleg réttindi á tímum fjárhagslegra þrenginga var til umræðu á ráðstefnu í Torino þar sem ráðherrar aðildarríkja Evrópurráðsins ræddu m.a. ástandið á grundvelli félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Torino 1951. Tók þátt í fundinum af hálfu nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndar). Rætt var um vaxandi ójöfnuð í álfunni, “týndu kynslóðina” en atvinnuleysi ungs fólks hefur sjaldan verið meira. Fjörutíu og fimm milljónir ungs fólks í OECD ríkjum er án vinnu. Fátækt og ójöfnuður vex um alla álfuna eins og bent var á í opnunarræðu Thorbjörns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Anne Brasseur forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins vitnaði í ljóð eftir Robert Frost til að leggja áherslu á mikilvægi þess að ríki framfylgdu efnahagslegum og félagslegum réttindum.

“Two roads diverged in a wood, and I –

I took the one less traveled by,

And that made all the difference.”

04. High-level Conference on the European Social Charter (Turin, 17-18 October 2014)Við eigum öll kost á því að fara tvær leiðir – hina fjölförnu leið þegjandi samþykkis á ríkjandi ástandi, það sem forseti þingmannasamkundunnar kallaði “business as usual” – eða þá leið sem færri voga sér að fara en gæti breytt öllu.

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…