Ráðherranefnd Evrópuráðs kannar fullnustu dóma

hirst v ukFulltrúum 47 aðildarríkja Evrópuráðs hefur verið  falið að kanna fullnustu dóma Mannréttindadómstóls Evrópu 3-4 desember 2013, samkvæmt nýjum fréttum frá Strassborg.

Aðildarríki Evróuráðs hafa skuldbundið sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstólsins í hverju því máli sem þau eru aðilar að. Endanlegur dómur dómstólsins er fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans. Telji ráðherranefndin að aðildarríki neiti að hlíta endanlegum dómi í máli sem það á aðild að getur hún, eftir að hafa afhenti viðkomandi ríki formlega tilkynningu þar um og með ákvörðun sem er samþykkt með með tveimur þriðju hlutum atkvæða þeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni, beint þeirri spurningu til dómstólsins hvort samningsaðilinn hafi brotið gegn skyldum sínum skv. 1. mgr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að samningsríki verði að tryggja öllum innan sinnar lögsögu þau réttindi sem eru í sáttmálanum.

Þau mál sem eru til skoðunar núna varða Albaníu, Armeníu, Azerbaijan, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Tékkland, Grikkland, Moldóvu, Noreg, Pólland, Rúmeníu, Rússland, Serbíu, Slóveníu, Spán, Tyrkland, Úkraínu og Bretland. Varðandi Bretland er til dæmis til skoðunar fullnusta dóms í máli Hirst nr. 2 gegn Bretlandi í máli þar sem dómstóllinn kvað fortakslaust bann við því að fangar fái að nýta kosningarétt sinn fara í bága við Mannréttindaáttmála Evrópu.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…