Rit til heiðurs Antonio La Pergola

antonia la pergolaÚt er komið rit með greinum eftir þekkta fræðimenn á sviði stjórnskipunar og mannréttinda, birt til heiðurs minningu Antonio La Pergola, fyrrum forseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins.

La Pergola var þekktur ítalskur lögspekingur, prófessor, dómari við Evrópudómstólinn og síðast forseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Hann var fæddur 1931 og lést í Róm í júlí 2007. Ritinu, Liber Amicorum, er ritstýrt af Pieter van Dijk og Simona Granata-Menghini. Herdís Þorgeirsdóttir skrifar kafla um áhrif spillingar á lýðræðisþróun.

 

 

KJERULF Lögmannsþjónusta og ráðgjöf 691-8534

KJERULF Lögmannsþjónusta og ráðgjöf 691-8534

Í störfum sínum sem lögmaður hefur Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hdl.,  lagt áherslu á samningaleið fremur en dómstólaleið við þá, sem til hennar leita og náð góðum árangri á því sviði. Á sviði fjölskyldumála og innan fyrirtækja er ætíð árangursríka að reyna samningaleiðina fyrst. Dómstólaleiðin er kostnaðarsöm; ófyrirsjáanleg, langdregin, erfið og árangur oft í engu…

Curriculum vitae / Ferilskrá

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…