Rit lagadeildar háskólans á Bifröst

thomas paine

Út er komið á vegum lagadeildar Háskólans á Bifröst ritið Bifröst sem er safn fræðigreina á sviði lögræði. Ritið er gefið út í tilefni af útskrift fyrsta árgangs meistaranema í lögfræði við skólann, en árið 2006 brautskráði Háskólinn á Bifröst fyrstu lögfræðingana hér á landi sem koma frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands. Var þar brotið blað í sögu menntunar lögfræðinga á Íslandi. Höfundar greina í ritinu eru 21 talsins og eru greinarnar á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar ásamt greinum um laganám á Íslandi og þróun þess. Ritið er rúmlega 600 síður. Ritstjóri varJóhann H. Hafstein en í ritstjórn sátu auk hans Bryndís Hlöðversdóttir og Unnar Steinn Bjarndal. Ritið verður selt í Bóksölu stúdenta í Reykjavík og á Bifröst og kostar 6.900 krónur. Grein Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors í ritinu Bifröst ber titilinn: Togstreita markaðar og réttarríkis.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…