María Elísabet Bragadóttir rithöfundur hlaut viðurkenningu evrópsku bókmenntaverðlaunanna í Brussel hinn 4. apríl fyrir smásögur sínar í bókinni Sápufuglinum.
Úkraínski rithöfundurinn Andrey Kurkov  afhenti Maríu Elísabetu viðurkenninguna sagði sögurnar hennar í Sápufuglinum sýna brothætta fegurð okkar tíma á djúpan, kaldhæðinn hátt og samúð með mennskunni í veikleika sem tilfinningalegum möguleikum. Það hvernig María Elísabet næði að fjalla um ýmis nútímaleg vandamál út frá grundvallar- og flóknum tilfinningum væri vitnisburður um mjög hæfileikaríkan og efnilegan ungan rithöfund.

Af heimasíðu sendinefndar ESB á Íslandi:

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2024 voru afhent á sérstakri verðlaunaathöfn í Brussel 4. apríl en 13 rithöfundar voru tilnefndir til verðlaunanna árið 2024. Bókmenntaverðlaunum ESB er ætlað að vekja athygli á hinum mikla fjölbreytileika sem einkennir evrópskar bókmenntir sem og viðurkenna upprennandi rithöfunda frá 40 þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins. Ísland er meðal þátttökuríkja Creative Europe menningaráætlunarinnar.

Danski rithöfundurinn Theis Ørntoft hreppti hnossið í ár og er handhafi bókmenntaverðlauna ESB 2024. Íslenski rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir hlaut sérstaka viðurkenningu frá stjórn bókmenntaverðlaunna fyrir bókina sína Sápufuglinn.

Sendinefnd ESB óskar Maríu Elísabetu til hamingju með sérstöku viðurkenninguna.

Dómnefnd samanstóð af 7 bókmenntasérfræðingum

 

Verðlaunahafi og sérstakar viðurkenningar:

Danmörk: Theis Ørntoft, Jordisk, útgefandi: Gyldendal

Búlgaría: Todor Todorov, Хагабула, útgefandi: Janet 45

Þýskaland: Deniz Utlu, Vaters Meer, útgefandi: Suhrkamp

Ísland: María Elísabet Bragadóttir, Sápufuglinn, útgefandi: Una útgáfuhús            

Holland: Sholeh Rezazadeh, Ik ken een berg die op me wacht, útgefandi: Ambo|Anthos

Slóvenía: Tina Vrščaj, Na klancu, útgefandi: Cankarjeva založba