Bók Herdísar Þorgeirsdóttur, “Journalism Worthty of the Name” er á lista Oxford University Press yfir helstu bækur á sviði tjáningarfrelsis.
Gagnrýnir bloggarar á sviði tónlistar, bókmennta, kvikmynda, menningar, tækni og stjórnmála fjalla m.a. um nýútkomna bók um frelsi fjölmiðla 2005 (Freedom of the Press 2005: A global survey of media independence) og mæla á síðunni sérstaklega með nokkrum nýútkomnum bókum, þ.á.m. “Journalism Worthy of the Name” eftir Herdísi Þorgeirsdóttur (útg. Brill/ Martinus Nijhoff. 2005). Nýlega vísaði prófessor Jan Rosen við lagadeildina í Stokkhólmsháskóla í niðurstöður Herdísar Þorgeirsdóttur á ráðstefnu Evrópskra sjónvarpstöðva EBU um höfundarrétt í Barcelona (Quo vadis copyright?). Þess má jafnframt geta að bókin er að verða uppseld hjá forlaginu og ný prentun á leiðinni, sem þykir ágætt þegar fræðibækur eiga í hlut. Bækur útgefnar hjá alþjóðlegu forlagi eins og Brill fara á söfn víða um heim og upplagið er oft miðað við að duga í slíka dreifingu en samkvæmt þessum fréttum er almenn eftirspurn eftir bókinni erlendis.
Að lokum má geta þess að væntanlegt er í útgáfu nú í október rit Herdísar Þorgerisdóttur á sviði barnaréttar (Commentary on the United Nations Convention on the Rights of the Child , Volume 13 Article 13: The Right to Freedom of Expression ).