Var kölluð í Silfrið þar sem fjallað var um kosningar og eftirmála vegna misbresta í talningu og fleira. Ræddi hvað þyrfti til að kosningar væru gerðar ógildar, viðmið þau sem sett eru fram af Feneyjanefnd til þess að framkvæmd kosninga standist kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi. Lagði meðal annars áherslu á eftirfarandi.
- Kosningar snúast ekki eingöngu um tæknilega útfærslu – heldur er um að ræða grundvallarsamning í stjórnskipuninni á milli borgara og stjórnvalda um hverjir fara með valdið fyrir þeirra hönd.
- Almenna viðmiðið er að ef ágallar hafi ekki áhrif á úrslit þá eigi ekki að ónýta kosningu. Það bíður Alþingis að rannsaka ofan í kjölin hvort annmarkar hafa teflt í tvísýnu vilja kjósenda.
- Stjórnarskráin felur Alþingi endanlegt vald til að úrskurða um lögmæti kosninga.
- Feneyjanefndin hefur lagt til að unnt væri að áfrýja úrskurði löggjafasamkundunanr til dómstóls, t.d. Hæstaréttar sem þá gæti ógilt kosninguna.