Kæru öll,
Vil þakka ykkur sem studduð framboð mitt og málstað. Ykkur, sem ég hitti og spjallaði við á kosningamiðstöðinni, sendi ég sérstaka kveðju og þakkir. Einnig þakka ég þeim sem skrifuðu eða studdu framboðið með öðrum hætti.
Það er dýrmæt reynsla að taka þátt í kosningum og ég er afar þakklát ykkur, sem hafið verið gjöful á tíma, vinnuframlag og hvatningu.
Þið fylgduð ekki framboði fjöldans heldur framboði sem byggði m.a. á gagnrýni á spillingu og öflin að baki henni. Ísland hefur þegar beðið afhroð vegna spillingar en vegna fólks eins og ykkar er von um að við getum endurreist betra samfélag á rústum þess gamla með áherslum á að virkja lýðræðisvitund borgara og þátttöku í opinberri umræðu.
Óska ykkur alls hins besta og þakka enn og aftur fyrir stuðninginn.
Herdís
Sjá umfjöllun um framboð Herdísar í viðskiptablaði Svenska Dagbladet