Árlegur fundur evrópskra lögfræðinga sem starfa saman í teymi á sviði jafnréttis og vinnuréttar var haldinn í Brussel 30. nóvember. Þetta teymi hefur starfað frá því í upphafi 9. áratugar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað með teyminu frá 2003. Lögfræðingarnir 35 eru frá ríkjum Evrópusambandsins og ríkjum sem eiga aðild a EES samningum og nokkrum ríkjum utan þessara sambanda. Teymið sendir frá sér tímarit um jafnréttismál auk þess sem það stendur að skýrslum á hinunm ýmsum sem jafnréttislöggjöf tekur til að skýrslum sérfræðinganna um framkvæmd jafnréttislöggjafar í eigin heimaríki.

Lengst til hægri á myndinni er María do Rosário Palma verðandi félags- og vinnumálaráðherra Portúgal í nýrri stjórn sem tók við völdum í febrúar 2024.