Grein Vigdísar Finnbogadóttur rithöfundar 27. júní 2012

vigdís grímsdóttirVIGDÍS GRÍMSDÓTTIR SKRIFAR

Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt.

Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona:

Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin.

Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er.

Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin.

Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum.

Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin.

Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu.

Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin.

Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga.

Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin.

Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum.

Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu – og vill vinna okkur vel.

Hörður Torfason · · Virkur í athugasemdum · Reykjavík, Iceland · 1.380 fylgjendur

Hér segir Vigdís það sem ég get heilshugar tekið undir. Það eru áratugir síðan ég átti samskipti við Herdísi Þorgeirsdóttur sem þá var ritstjóri Mannlífs. Ég fór til fundar við hana viss um að það myndi slá í brýnu á milli okkar. Þegar til kom mætti ég ákaflega ákveðnum einstaklingi og réttsýnum. Ég man alltaf hvað hún var ákveðin og vissi nákvæmlega hvert hún stefndi og hvað hún vildi. Sá fundur kenndi mér margt í mannlegum samskiptum, reynsla sem ég bý enn að. Ég kann vel við hreinskilið og réttsýnt fólk og þannig hefur Herdís Þorgeirsdóttir reynst mér og þessvegna fær hún mitt atkvæði.

 

Hafsteinn Hafliðason · Virkur í athugasemdum · Selfoss, Iceland

Sammála. Herdís er ekkert “wannabe” eða “næstum” – Mitt val, hvað sem hver segir! …

Guðrún Unnur Ægisdóttir · · Virkur í athugasemdum · Ósjálfrátt hjá Sjálfstætt starfandi · 106 fylgjendur

Réttsýni, það að vera heill í öllu, t.d.umhyggju fyrir landi og þjóð, einlægni, framsýni. All þetta og margt annað á við Herdísi.

Ingibjorg Sverrisdottir · Háskóli Íslands

Þessi ummæli um Herdísi ættum við að veita athygli áður en endanleg ákvörðun er tekin. Hér er áhugaverð kona í forsetaembættið á ferð.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir · Virkur í athugasemdum · University of Hull

Frábær grein hjá Vigdísi!

Gyða Gunnarsdóttir · Virkur í athugasemdum · Kennaraháskóli Íslands

það hefur aldrei hvarflað að mér annað en að kjósa Herdísi. Tvímælalaust besti kosturinn hér.

Sigríður Þorgeirsdóttir · Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá University of Helsinki

“Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin.”