Út er komið rit með greinum eftir þekkta fræðimenn á sviði stjórnskipunar og mannréttinda, birt til heiðurs minningu Antonio La Pergola, fyrrum forseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins.
La Pergola var þekktur ítalskur lögspekingur, prófessor, dómari við Evrópudómstólinn og síðast forseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Hann var fæddur 1931 og lést í Róm í júlí 2007. Ritinu, Liber Amicorum, er ritstýrt af Pieter van Dijk og Simona Granata-Menghini. Herdís Þorgeirsdóttir skrifar kafla um áhrif spillingar á lýðræðisþróun.