Á kennslu-ráðstefnu í Túnis hinn 24. september var ég með fyrirlestur um réttarríkið og stjórnsýsluna en ráðstefnuna sátu einmitt fulltrúar stjórnsýslunnar í Túnis. Ein helsta orsök byltingarinnar ,,Arabavorið” svokallaða sem hófst í Túnis í janúar 2011 og breiddist fljótlega til nágrannaríkjanna spratt upp sem mikið andsvar við spillingu í þessum ríkjum – ekki síst í opinbera geiranum.