Herdís með Hirti Torfa og Páli HreinssyniNýlega kom út Ragnarsbók, fræðirit til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni. Í tilefni af útgáfu bókarinnar var móttaka haldin í Þjóðmenningarhúsinu. Nokkrir höfunda bókarinnar og fjöldi annarra boðsgesta voru viðstaddir athöfnina. Grein Herdísar Þorgeirsdóttur í bókinni: Farsi og harmleikur: tjáningarfrelsi og þöggun í ljósi hrunsins. (Mynd: Hjörtur Torfason, Herdís Þorgeirsdóttir, Páll Hreinsson).