Anne Brasseur nýr forseti PACEÞingkonan, Anne Brasseur frá Luxembourg hefur verið kjörin forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strasbourg.  Hún er kjörin til eins árs í senn og er önnur konan til að vera kjörin forseti þingsins frá 1949. Hún tekur við af Jean-Claude Mignon sem er í hópi 25 karla sem hafa verið forsetar þingsins. Í gær voru liðin 69 ár frá því að útrýmingarbúðum nasista í Auswitz var lokað og minntist Brasseur þess í þakkarræðu sinni eftir úrslit lágu fyrir. Öll 47 ríki Evrópuráðsins eiga fulltrúa á þingmannasamkundunni í Strassborg. Hér má sjá fulltrúa Íslands á þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strassbourg (skammstafað PACE) en fyrir hópnum fer Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks.