Tveggja vikna lotukennsla hefst í dag. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur kennt námskeiðið Business & Human Rights (viðskipti og mannréttindi) frá því 2003 og er það í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er kennt við lagadeild á Íslandi en síðan hefur það verið tekið upp í Háskólanum í Reykjavík. Námskeið Herdísar er valkúrs fyrir nema á þriðja ára og opið fyrir nemendur í viðskiptadeild líka að því tilskyldu að þeir hafi sótt námskeið í almennri lögfræði. Námskeiðið er kennt á ensku enda sótt af erlendum skiptinemum við háskólann á Bifröst.