Hinn 15. september talaði Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri ráðstefnu Stjórnlagadómstóls Lettlands í Riga. Tilefni fundarins var 100 ára afmæli stjórnarskrár landsins og 25 ára afmæli dómstólsins. Efni fundarins laut að vernd lýðræðis á grundvelli stjórnskipunar – og helstu áskoranir. Forseti Lettlands flutti ávarp sem dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu, stjórnlagadómstól Þýskalands, Dómstól Evrópusambandsins og Herdís sem Varaforseti Feneyjanefndar um grundvallarréttindi og internetið.

Á meðfylgjandi mynd eru dómari Finnlands við Mannréttindadómstól Evrópu, dómari við stjórnlagadómstól Úkraínu, Herdís og forseti Lettlands.

 

 

 

 

 

Með Inetu Ziemale – en við vorum báðar með framsögur um svipað efni. Hún er mikil fræðikona og nú dómari við dómstól Evrópusambandsins í Luxembourg en gegndi áður stöðu dómara við Mannréttindadómstólinn í Strassbourg fyrir Lettland. Hún er gift Guðmundi Alfreðssyni prófessor.

 

 

Meðfylgjandi mynd er af Serhyi Holovaty, forseta Stjórnlagadómstóls Úkraínu og Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, varaforseta Feneyjanefndar. Sjá hér umfjöllun um ráðstefnuna á heimasíðu Stjórnlagadómstóls Úkraínu.