Hinn 15. september talaði Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri ráðstefnu Stjórnlagadómstóls Lettlands í Riga. Tilefni fundarins var 100 ára afmæli stjórnarskrár landsins og 25 ára afmæli dómstólsins. Efni fundarins laut að vernd lýðræðis á grundvelli stjórnskipunar – og helstu áskoranir. Forseti Lettlands flutti ávarp sem dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu, stjórnlagadómstól Þýskalands, Dómstól Evrópusambandsins og Herdís sem Varaforseti Feneyjanefndar um grundvallarréttindi og internetið.
Meðfylgjandi mynd er af Serhyi Holovaty, forseta Stjórnlagadómstóls Úkraínu og Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, varaforseta Feneyjanefndar. Sjá hér umfjöllun um ráðstefnuna á heimasíðu Stjórnlagadómstóls Úkraínu.