Róbert Spano dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af Íslands hálfu. Hann var í meirihluta er taldi Ísland hafa farið gegn 6 gr Mannréttindasáttmála Evrópu við skipan dómara í Landsrétt haustið 2017.

Dómur Mannréttindadómstóls Evópu í málinu Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi sem féll 12. mars 2019. Áhöld eru um það hvort dómnum skuli vísað til yfirdeildar MDE (Grand Chamber) – þar sem staðfesting Yfirdeildarinnar yrði ekki til þess að tryggja stoðir Landsréttar sem þegar hefur orðið fyrir álitshnekki í kjölfar dómsins. Ekki var einhugur um þá samþykkt dómstólasýslunnar að taka sér umþóttunartíma til að ákveða hvort málinu yrði vísað til yfirdeildar en Hervör Þorvaldsdóttir dómstjóri við Landsrétt var andvíg, ein af fjórum.

Þá liggur ekki fyrir hvort Yfirdeildin myndi taka málið til meðferðar yrði því skotið til hennar. Nefnd fimm dómara Yfirdeildarinnar skal verða við beiðninni ef málið vekur alvarlega spurningu varðandi túlkun eða framkvæmd á samningnum  eða alvarlegt deiluefni sem er almennt mikilvægt.

Ljóst er að afstaða Yfirdeildarinnar í þessu máli hefði víðtæk áhrif um álfuna þar sem lögmæti dómaraskipana er víða vefengt. Þó er ekki borðleggjandi að Yfirdeildin myndi komast að sömu niðurstöðu og dómurinn sem var kveðinn upp af deildinni sem Róbert Spano er í forsæti fyrir. Hann vék úr forsæti fyrir Paul Lemmens í þessu máli en ólíkt því sem tíðkast í Feneyjanefnd þá á fulltrúi þess ríkis máli er stefnt gegn sæti í dómnum á meðan fulltrúi ríkis í Feneyjanefnd tekur aldrei þátt í að skrifa álit  er lítur að landi viðkomandi. Paul Lemmens sem er doktor í lögum og áður prófessor í Belgíu skilaði séráliti ásamt öðrum dómara sem mörgum finnst sannfærandi en þar var m.a. talað um að meirihlutinn hefði farið offari í dómnum þar sem ekki var tekin sérstök afstaða til þess hvort Guðmundur Andri hefði fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem fyrir lá að brotalamir hefðu verið til staðar við skipun þess dómara sem var með mál hans til meðferðar þar. Guðmundur Andri hafði verið sakfelldur í fyrst í héraði og síðan af Landsrétti fyrir umferðarlagabrot. Hann hafði ekið bifreið sviptur ökurétti og  undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

 

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður Guðmund­ar Andra, vísaði máli skjól­stæðings síns til MDE í fyrra í kjöl­far þess að Hæstirétt­ur Íslands staðfesti dóm Lands­rétt­ar yfir Guðmundi Andra.  Fyrir Hæstarétti krafði Guðmundur Andri aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins á þeim grundvelli að skipun eins dómara sem sat í dómi í málinu fyrir Landsrétti hefði ekki verið í samræmi við lög, svo sem áskilið væri í 59. gr. stjórnarskrárinnar og 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hefði þetta leitt til þess að fyrir Landsrétti hefði G ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, eins og honum væri tryggður réttur til í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Lögmaður Guðmundar Andra, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagðist  leita til MDE á grund­velli at­huga­semda við skip­an dóm­ara til Lands­rétt­ar og að van­kant­ar á skip­un dóm­ar­anna væru brot gegn ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­láta málsmeðferð. Málið snéri að skip­un Arn­fríðar Ein­ars­dótt­ur í embætti dóm­ara, en hún dæmdi í máli Guðmund­ar Andra.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 24. maí 2018 að ekki væri unnt að draga í efa að Guðmundur Andri hefði fengið réttláta málsmeðferð þrátt fyrir annmarka á skipan dómarans í máli hans fyrir Landsrétti.

Meiri­hluti dóm­ara MDE tel­ur hins veg­ar rök ís­lenska rík­is­ins ekki sann­fær­andi og seg­ir liggja fyr­ir að van­kant­ar hafi verið við skip­un dóm­ara við Lands­rétt og á þeim grund­velli sé ekki hægt að telja skip­un dóm­ar­anna vera í sam­ræmi við lög.

Meðal ann­ars er rætt um áber­andi brest í meðferð Alþing­is þar sem ekki var greitt at­kvæði um hvern dóm­ara fyr­ir sig þegar skip­un dóm­ara við Lands­rétt hlaut þing­lega meðferð.

Þá seg­ir MDE liggja fyr­ir að skip­un Arn­fríðar Ein­ars­dótt­ur í embætti dóm­ara við Lands­rétt hafi verið „óskammfeilið” (e. flagrant) brot á gild­andi lög­um [á Íslandi]“ um skip­un dóm­ara.

Er fram­kvæmda­valdið sagt hafa beitt valdi sínu óhóf­lega til þess að kom­ast kring­um þann vilja sem lög­gjaf­inn hafði kynnt með lög­um um skip­un dóm­ara. Þar að auki er Alþingi sagt ekki hafa sinnt skyldu sinni gagn­vart þing­legri meðferð og hafi þess vegna ekki verið tryggt jafn­vægi milli aðkomu lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valds.

MDE seg­ir jafn­framt dóms­málaráðherra, Sig­ríði And­er­sen, hafa hunsað regl­ur er snéru að til­nefn­ingu dóm­ara þegar til­lögu hæfis­nefnd­ar var breytt.

Meiri­hluti dóm­ar­anna við MDE segj­ast knún­ir til þess að kom­ast að þeirri niður­stöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mál­ans þar sem önn­ur niðurstaða myndi þýða að ákvæði sátt­mál­ans, um að dóm­ar­ar skulu skipaðir á grund­velli laga, væri ómerk­ur bók­staf­ur.