Þessi nýja vefsíða hefur verið uppfærð í samvinnu við Helgu  Óskarsdóttur vefhönnuð. Hún hefur auk vefhönnunar starfað við miðlun á vettvangi myndlistar, er sjálf myndlistarkona með fjölbreyttan bakgrunn í listum. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Chelsea College of Art í London, þaðan sem hún lauk MA gráðu í myndlist.

Helga er með diplómu í kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands og hefur einnig stundað nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Á ferli sínum hefur Helga sinnt margvíslegum verkefnum tengdum listum og miðlun, þar á meðal rekið Týsgallerí, fjölfeldisútgáfuna Multis og vefritið Artzine.is, sem fjallar um samtímalist á Íslandi. Auk þessa hefur hún starfað sjálfstætt við vefsíðugerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sjá: vefir.helgaoskars.com