Germaine Greer á BessastöðumForseti Íslands bauð Germaine Greer til kvöldverðar og efndi til umræðu um jafnréttismál.

 

Germaine Greer kom til landsins í dag (sjá frétt úr Mbl. hér fyrir neðan). Hún er í boði forseta Íslands og Tengslanets-ráðstefnunnar Völd til Kvenna, sem ég hef staðið fyrir undanfarin þrjú ár. Forsetinn hélt kvöldverðarboð henni til heiðurs á Bessastöðum en meðal gesta voru Guðrún Erlendsdóttir sem nýlega lét af störfum sem hæstaréttardómari, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR, Elín Hirst fréttastjóri ríkissjónvarpsins, Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Guðjón Friðriksson rithöfundur, Halldór Guðmundsson ritstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir þingkona Vinstri Grænna, Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, og Herdís Þorgeirsdóttir. Kvöldverðurinn var hinn skemmtilegasti. Feministinn og prófessorinn Germaine Greer lét ýmislegt ögrandi flakka. Hið sama gerði rithöfundurinn Andri Snær. Guðrún Erlendsdóttir hélt ræðu og þakkaði forsetanum fyrir hinn skemmtilega kvöldverð en flestar þeirra kvenna sem í boðinu voru munu taka upp þráðinn að nýju á Tengslanets-ráðstefnunni, sem hefst fimmtudaginn 1. júní nk.