Tók þátt í pallborðsumræðum  á visir.is með  Sigmari Guðmundssyni alþingismanni og Baldri Þórhallssyni prófessor um nýafstaðnar kosningar, meinta ágalla og möguleg úrræði. Mikilvægt að betrumbæta lagaumhverfi og framkvæmd kosninga en Feneyjanefndin hefur lagt áherslu á það að úrskurðir varðandi kjör og talningu er sérlega viðkvæmt ferli sem verður að vera hægt að áfrýja til dómstóls eða annars óvilhalls og sjálfstæðs aðila í samræmi við alþjóðleg viðmið. Umræðum stjórnaði Óttar Kolbeinsson Proppé.