Feneyjanefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda og stjórnskipunarréttar samþykkti á fundi sínum í október álit varðandi nýlega samþykkt lög í Georgíu sem herða reglur um erlenda fjármögnun fjölmiðla og félagasamtaka. Nefndin hvetur til þess að umdeild ákvæði laganna verði annaðhvort felld úr gildi eða endurskoðuð.
Álitið sem er 24 blaðsíður og samið af Veroniku Bilkova, Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur og Zlatko Knezevc, var unnið að beiðni eftirlitsnefndar þings Evrópuráðsins (PACE). Þar er farið yfir georgísku útgáfuna af svokölluðum lögum um skráningu erlendra aðila (Foreign Agents Registration Act, FARA), auk nýlegra breytinga á lögum um styrki, lögum um fjölmiðla og lögum um stjórnmálasamtök. Öll fjögur lögin voru samþykkt af georgíska þinginu á vormánuðum en meirihluti þess eru fulltrúar flokks olígarkans Bidzina Ivanishvili,
Feneyjanefndin hvetur til þess að georgísku FARA-lögin og bann við erlendri fjármögnun fjölmiðla verði felld úr gildi, og mælir jafnframt með því að breytingar á styrkjalögunum, sem kveða á um að erlendir styrkveitendur verði að fá samþykki stjórnvalda áður en þeir veita innlenda styrki verði annaðhvort felldar niður eða að minnsta kosti „í grundvallaratriðum endurskoðaðar“.

