Opnaði alþjóðlega ráðstefnu stjórnlagadómstóla fyrir hönd Feneyjanefndar hinn 19. október 2017. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstuðlan stjórnlagadómstóls Armeníu og Feneyjanefndarinnar. Megin þemað varðaði hlutverk stjórnlagadómstóla í lausn átaka og voru fyrirlesarar m.a. forsetar stjórnlagadómstóla í Lettlandi, Rússlandi, Belgíu, Suður-Afríku og fleiri ríkja auk forseta stjórnlagadómstóls Armeníu, Gagik Harutuynyan. Í lok ráðstefnunnar áttu forsetar dómstólanna og varaforseti Feneyjanefndar fund með forseta landsins, Serzh Sargsyan.
Hér má sjá ræðu Gagik Harutuynyan forseta stjórnlagadómstóls Armeníu og fyrrum forsætisráðherra landsins.