Í störfum sínum sem lögmaður hefur Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hdl., lagt áherslu á samningaleið fremur en dómstólaleið við þá, sem til hennar leita og náð góðum árangri á því sviði. Á sviði fjölskyldumála og innan fyrirtækja er ætíð árangursríka að reyna samningaleiðina fyrst. Dómstólaleiðin er kostnaðarsöm; ófyrirsjáanleg, langdregin, erfið og árangur oft í engu samræmi við útgjöld, tíma og áhyggjur sem fylgja málaferlum fyrir dómstólum.
Einstaklingar sem íhuga hjónaskilnað ættu að leita ráðgjafar áður en þeir leita beint til sýslumanns. Það borgar sig að skoða allar leiðir, bæði fjárhagslegar og tilfinningalegar áður en ákvörðun er tekin um hjónaskilnað og upplausn fjölskyldu.
Vegna starfa í lögfræðingateymi frá 25 Evrópuríkjum hefur Herdís sérstaka þekkingu á vinnurétti og jafnréttismálum. Veiti bæði ráðgjöf og lögfræðiþjónustu varðandi mismunun á vinnustað vegna stöðuveitinga, framgangs í starfi, launamála og eineltismála.
Sérsvið Herdísar sem hún nýtur mikillar virðingar fyrir í störfum sínum á alþjóðavettvangi undanfarna tvo áratugi er á sviði mannréttinda, tjáningarfrelsis, ærumeiðinga, friðhelgi einkalífs og annarra skerðinga á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum.
Aðstoð við skjalagerð á sviði persónuréttar, sifjaréttar (samningagerðar við skilnað á borði og sæng og skiptayfirlýsingar), kaupmálar, slit á fjárfélagi, samningar á sviði erfðaréttar og varðandi skipti dánarbúa og samningar á sviði fjármunaréttar við kaup og sölu á fasteignum.
Þeim sem vilja leita ráða er bent á að senda fyrst tölvupóst á herdis@herdis.is þar sem gerð er örstutt grein fyrir erindi og láta fullt nafn og símanúmer fylgja með. Öllum skilaboðum svarað.
Sérþekking á fjölmiðlum, blaðamennsku, tjáningarfrelsi, friðhelgi, ærumeiðingum og öllu er varðar löggjöf um fjölmiðla.