Bandarísk stjórnvöld íhuga að afnema habeas corpus, sem er grundvallarregla í réttarríkinu að engan megi handtaka að geðþótta valdhafa og fangelsa án dómsmeðferðar. Rökin eru að með þessu móti verði auðveldara að handtaka innflytjendur og vísa þeim úr landi. Nýlegar handtökur innflytjenda og námsmanna sem tekið hafa þátt í mótmælum eru vefengdar á grundvelli habeas corpus.
Habeas corpus eru forn fyrirmæli ,staðfest 1215 með Magna Carta ,að handtekinn maður skuli innan tiltekins tíma leiddur fyrir dómara sem úrskurðar um logmæti frelsissviptingarinnar. Þetta er grundvallarregla um persónufrelsi í réttarríkinu. Fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar kveður skýrt á um að ekki megi afnema habeus corpus nema á tímum uppþota eða vegna þess að almannahagsmunir kalli á slíkt. Abraham Lincoln afnam habeas corpus í þrælastríðinu 1861 sem leiddi til uppgjörs við hæstarétt sem sagði þingið einungis geta tekið þessa ákvörðun en ekki framkvæmdavaldið. Habeas corpus var einnig tekið úr sambandi eftir árás Japana á Pearl Harbour.
Hæstiréttur Bandaríkjanna, í dómi í Boumediene gegn Bush 2008, afnam herlög frá 2006 sem komu í veg fyrir að erlendir hermenn gætu vefengt handtökur fyrir bandarískum dómstólum, þ.á m. fanga í fangabúðunum við Guantanamo flóa. Palestínskur námsmaður og leiðtogi stúdentamótmæla við Columbia háskólann í New York sem var handtekinn vorið 2024 leitar nú réttar síns á grundvelli habeus corpus.