
Fulltrúar Feneyjanefndar, Richard Clayton (t.v) og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir ásamt lögfræðingi sem starfar fyrir nefndina í Strassbourg, Ziya Tanjar og Alice Thomas sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað hjá ODIHR. Myndin er tekin í þinghúsinu í Búkarest, sem er önnur stærsta opinbera byggingin í heiminum, á eftir Pentagon.
Sérfræðingar á vegum Feneyjanefndar, þ.á m. dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fara um þessar mundir yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum í Rúmeníu sem eiga að auka gagnsæi varðandi fjárframlög til félagasamtaka. Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins í Strassborg sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún skilaði áliti um frumvarpsdrögin sem borið verður undir aðalfund nefndarinnar í mars. Fulltrúar Feneyjanefndar, Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir og Richard Clayton frá Bretlandi ræddu við fulltrúa í öldungadeild þingsins í Rúmeníu sem standa að frumvarpinu, fulltrúa stjórnvalda og forseta og dómara við stjórnlagadómstólinn í byrjun febrúar.