Forseti Norður Makedóníu (opinbert heiti Lýðveldið Norður-Makedónía, land á Balkanskaga sem varð til við upplausn Júgóslavíu 1991) heitir Gordana Siljanovska-Davkova og var áður fulltrúi lands síns í Feneyjanefnd Evrópuráðsins. Hún er hér á mynd á októberfundi nefndarinnar sem fagnaði 35 afmæli sínu ásamt Herdísi Þorgeirsdóttur, Jan Velaers frá Belgíu og Michale Frendo frá Möltu. Gordana sem kjörin var forseti landsins 2024 hafði áður tekið þátt í forsetakosningum en tapað. Hún var fulltrúi í Feneyjanefnd frá 2008 til 2016. Gordana er fædd í Ohrid í þeim hluta fyrrum Júgóslavíu sem varð eftir upplausn Sovétríkjanna Norður Makedónía. Hún lauk doktorsnámi í lögum 1994 frá háskólanum í Ljubliana. Hún var skipuð prófessor við lagadeild háskólans í Skopje 2004.

