Aðalfundur Feneyjanefndaer Evrópuráðsins sem haldinn var dagana 18. og 19. mars fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og harmar mannfall og eyðileggingu af völdum hernaðarofbeldisins.
Á fundinum var kynnt ákvörðun Ráðherranefndar Evrópuráðsins um að Rússneska sambandslýðveldið væri ekki lengur aðili að ráðinu eða frá 16. mars sl. Einnig var kynnt ákvörðun Ráðherranefndarinnar um að meina Hvíta Rússlandi tíma. bundið að taka þátt í aðalfundum Feneyjanefndar. Þá ávarpaði Serhiy Holovaty, fulltrúi í nefndinni af hálfu Úkraíonu fundinn sem hann ekki gat sótt sökum ástandsins.