Ferð til Albaníu á vegum Feneyjanefndar til að fara yfir drög að lögum um fjölmiðla sem meirihluti þingsins þar í landi samþykkti í desember en forseti neitaði að undirrita og sendi aftur til þingsins. Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að láta frá sér álit um þetta umdeilda lagafrumvarp sem snýr ekki síst að frelsi fjölmiðla á netinu og annarra sem halda úti netsíðum um stjórnmál og samfélagsmál. Á myndinni eru fulltrúar Feneyjanefndar á funi með forseta landsins í höfuðborginni Tirana.
http://abcnews.al/anti-defamation-package-venice-delegati…/…
https://www.albaniandailynews.com/index.php?idm=39382&mod=2