Nú rétt í þessu, fimmtudaginn 30. apríl, komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í máli Mitrinovski gegn fyrrum Júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu að stjórnvöld þar í landi hefðu gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Málsatvik voru þau að dómara að nafni Mitronovski við áfrýjunardómstól í Skopje var vikið frá störfum vegna ófaglegar háttsemi. Mannréttindadómstóllinn taldi að málsmeðferðin sem leiddi il þess að Mitronovski var vikið frá störfum hefði ekki lotið reglum hlutleysis þar sem forseti hæstaréttar landsins hefði bæði átt frumkvæði að málinu og síðan átt þátt í endanlegri ákvörðun um brottvikningu dómarans.
Víða pottur brotinn.