Mjög áhugaverð sýning Þjóðleikhússins Dansandi ljóð byggð á nokkuð mögnuðum ljóðum Gerðar Kristnýjar í leikgerð Eddu Þórarinsdóttur var frumsýnd 18. janúar í Þjóðleikhússkjallaranum. Í verkinu er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára og túlka leikkonurnar Bryndís Petra Bragadóttir, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla), Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir, líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist, sem Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) hefur samið og flytur. Dansandi ljóð er “ljóðasaga” sem Edda Þórarinsdóttir leik- og söngkona hefur samið og byggir hún á ljóðum úr bókum Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur Ísfrétt, Launkofa, Höggstað og Ströndum. Magnaður flutningur hjá þessum glæsilegu leikkonum – að túlka með dýpt þessi ljóð.
Búningar og leikgerð eru eftir Helgu Björnsson sem hlaut Grímuna fyrir búninga sína í Íslandsklukkunni. Danshöfundar eru Ásdís Magnúsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir.
Verkið var frumsýnt fyrir fullum sal og dúndrandi lófaklappi í lokin. Óhætt að mæla með þessari sýningu sem er listræn upplifun.
Dauðinn er endapunktur verksins – ljóð Gerðar Kristnýjar um dauðann:
Veisla
Dauðinn er
dama á rauðum skóm
Hún veður
inn í skápa
nær í nýþveginn dúk
og dekkar borð
puntar með postulíni
Dauðinn gefur ekki
þumlung eftir
Hún bræðir
súkkulaðiplötu í potti
og hringir í
vini mína
Hún breytir um rödd
til að blekkja þá
og býður þeim heim
Þeir koma
einn af öðrum
dáist að tertunum
og trakteringunum
og skónum sem
skildir voru eftir