romaDagurinn 8. apríl er af Evrópuráðinu helgaður Rómafólkinu, sem er stærsti minnihlutahópur Evrópu, um tólf milljónir. Þetta fólk býr við mikla andúð og fordóma, sætir oft líkamlegu ofbeldi og er iðulega á flakki milli staða eða landa. Öldum saman var þetta fólk kallað Sígaunar og brennimerkt sem ómerkilegt og óábyggilegt. Nítjándu aldar tónskáldið Franz Liszt gerði tónlist Rómafólksins hátt undir höfði enda sagði hann alla ungverska tónlist eiga rætur að rekja til Sígauna. Hér er verk hans Ungversk Rapsódía nr. 2 https://www.youtube.com/watch?v=0odaG9qi818

(Evrópuráðið var stofnað 5. maí 1949 í kjölfar hörmunga síðari heimstyrjaldarinnar. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 7. mars 1950.

Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins er því ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.

Á grundvelli þessara markmiða sinnir Evrópuráðið fjölbreytilegum málaflokkum eins og mannréttindamálum, félagsmálum, umhverfismálum, sveitarstjórnarmálum, menntunar- og menningarmálum ásamt samvinnu á sviði löggjafar svo að dæmi séu nefnd. Evrópuráðið hefur staðið að gerð um það bil 200 alþjóðasamninga. Á meðal grundvallarsamninga Evrópuráðsins eru mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu. Samningar Evrópuráðsins hafa átt mikilvægan þátt í að stuðla að frekari samvinnu meðal aðildarríkjanna, efla samkennd þeirra og styrkja hugsjónir um mannréttindi og lýðræði.)

franz