Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar eru mannréttindi og stjórnskipun. Sem lögmaður sinnir hún allri almennri lögmannsþjónustu; mannréttindum, fjölmiðlarétti, sifja- og fjölskyldurétti, vinnurétti og sáttamiðlun.
Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega. Fræðilegt framlag hennar á vettvangi tjáningarfrelsis og fjölmiðla er alþjóðlega viðurkennt. Hún hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegu samstarfi og verið kjörin til æðstu trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi. Herdís er fyrsti varaforseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins (kjörin í árslok 2017) en var áður varaforseti í tvö kjörtímabil (2013-2105 og endurkjörin 2015-2017). Hún var formaður undirnefndar Feneyjanefndarinnar um mannréttindi frá 2011-2013; á sæti í vísindaráði Feneyjanefndar og var jafnframt skipuð jafnréttisfulltrúi Feneyjanefndar í október 2014.
Herdís var kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (European Women Lawyers’ Association /EWLA) 2009 og endurkjörin 2011. Herdís tók sæti í stjórn Evrópsku lagaakademíunnar (European Acdemy of Law /ERA) í Trier 2012, sem er miðstöð Evrópuréttar og stendur fyrir námskeiðum fyrir lögfræðinga og dómara. Hún hefur starfað í teymi evrópskra lögfræðinga á grundvelli evrópsks vinnuréttar og jafnréttis frá 2003. Hún hefur tekið mikinn þátt í öflugu mannréttindastarfi Evrópuráðsins um árabil, kennt við erlenda háskóla, haldið fyrirlestra víða um heim. Þess utan hefur Herdís sem fyrsti varaforseti nefndarinnar komið fram fyrir hönd nefndarinnar við ýmis tilefni og átt í samskiptum við stjórnvöld í ríkjum Evrópuráðsins.
Í stöðu prófessors við lagadeild háskólans á Bifröst var hún jafnframt hugmyndasmiður, stofnandi og skipuleggjandi hinna árlegu tengslanets-ráðstefna, sem voru fjölsóttustu ráðstefnur sem haldnar voru hér á landi um árabil með víðtækri þátttöku kvenna af ólíkum sviðum samfélagsins. Hún var tilnefnd til jafnréttisverðlauna í tvígang fyrir framlag sitt til jafnréttisbaráttu en í kjölfar ályktana Tengslanetsráðstefna voru gerðar lagabreytingar, m.a. um launaleynd og kynjahlutfall í stjórnum hlutafélaga.
Herdís rak eigið útgáfufyrirtæki í tæpan áratug og var frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri tímaritsins Mannlífs frá 1984 til 1986 en þá stofnaði hún eigið útgáfufyrirtæki Ófeig hf., sem gaf út tímaritið Heimsmynd til ársins 1994. Hún ritstýrði Heimsmynd samfleytt í 8 ár. Áður hafði hún starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1976-1978 og meðfram háskólanámi til 1980.
Herdís var formaður dómnefndar um íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 og 2006, skipuð af Forseta Íslands.
Herdís er með doktorspróf frá lagadeild háskólans í Lundi (Dr. Jur. sem er gráða fyrir ofan ph.d) á sviði mannréttinda og stjórnskipunar. Hún öðlaðist hdl. réttindi 2011. Hún er með M.A.L.D gráðu (tveggja ára mastersnám) í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston, auk þess sem hún er með próf í lögfræði og stjórnmálafræði. Hún var gestafræðimaður við Oxford-háskóla 1999. Hún lagði stund á nám í blaðamennsku á Fleet Street í London í einn vetur og var í námi í sálfræði við háskólann í Aix-en-Provence veturinn eftir stúdentspróf. Hún öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2011 og rekur eigin lögmannsstofu í Reykjavík.
Ítarlegri ferilskrá
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur margþætta reynslu bæði hér heima og af störfum sínum á alþjóðavettvangi. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifrost 2004.
PRÓFESSOR
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst 2004 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/832180/
Hefur kennt við erlenda háskóla, þ.á m. við lagadeild ríkisháskólans í Tbilisi í Georgíu.
Skipuð í stjórn ERA – European Academy of Law haustið 2012.
LÖGMAÐUR
Hún starfar sem lögmaður í Reykjavík.
STÖRF Á ALÞJÓÐAVETTVANGI
Hún gegnir umfangsmiklum störfum fyrir Feneyjarnefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda http://www.venice.coe.int/site/dynamics/N_Members_ef.asp?L=E&CID=60.
Herdís var kjörin formaður undirnefndar Feneyjarnefndar um mannréttindi (Sub-Commisson on Fundamental Rights) í desember 2011 http://www.venice.coe.int/DOCS/2011/CDL-PV(2011)004SYN-E.ASP
Hún var kjörin í vísindaráð (Scientific Council) Feneyjarnefndar í mars 2013.
Kjör í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (Academy of European Law) haustið 2012.
Hún hefur frá 2003 verið í teymi lögfræðinga sem starfa á sviði vinnuréttar- og jafnréttismála fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/justice/gender-equality/tools/legal-experts/index_en.htm
FORSETI EVRÓPUSAMTAKA KVENLÖGFRÆÐINGA
Herdís var kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009 (European Women Lawyers’ Association www.ewla.org) og endurkjörin 2011. Hún er lögfræðingur og með réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Hún er einnig með BA og meistaragráðu í stjórnmálafræði.
DOKTOR Í LÖGUM
Hún er með doktorspróf í lögum (Dr. Jur) frá lagadeild háskólans í Lundi á sviði mannréttinda og stjórnskipunar
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/722063/
http://www.jur.lu.se/Quickplace/home/Main.nsf/h_Toc/f17ab01a29d3b896c12574640058b4df/?OpenDocument http://www.lu.se/lund-university-partner-day/faculties/faculty-of-law
MALD
Auk þess hefur hún mastersgráðu (MALD) í alþjóðarétti og stjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston http://fletcher.tufts.edu/MALD.
Hún var gestafræðimaður við Oxford háskóla 1999 http://pcmlp.socleg.ox.ac.uk/
Hún lauk prófum í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London árið 1976. Áður var hún í einn vetur við háskólanám í Frakklandi.
FRÆÐIMAÐUR OG RITHÖFUNDUR
Herdís er þekktur fræðimaður á sviði tjáningarfrelsis og er höfundur bóka og fræðigreina sem hafa birst alþjóðlega http://www.brill.nl/journalism-worthy-name / http://www.amazon.com/Journalism-Worthy-Name-Affirmative-Convention/dp/9004145281
http://www.ashgate.com/isbn/9780754627821
http://catalogue.nla.gov.au/Record/3916460.
Rannsóknir hennar hafa í áranna rás beinst að tengslum fjármálavalds, pólitísks valds og fjölmiðlavalds, spillingu og sjálfs-ritskoðun.
Hún var formaður lokadómnefndar íslensku bókmenntaverðlaunanna árin 2005 og 2006, skipuð af Forseta Íslands http://rsi.is/rsi/leitarnidurstodur/nanar/Default.asp?cat_id=8778&ew_0_a_id=170160
ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI
Hún var útgefandi og ritstjóri í áratug og frumkvöðull á sviði tímaritaútgáfu. Hún var fyrsti ritstjóri Mannlífs og stofnandi og útgefandi tímaritsins Heimsmyndar frá 1986-1994
http://mbl.is/greinasafn/grein/39904/
http://mbl.is/greinasafn/grein/104576/
Hún var blaðamaður um árabil. Hóf ung störf á Morgunblaðinu og var í blaðamennsku meðfram háskólanámi. Hún hefur ritað greinar í blöð ug tímarit um stjórnmál og mannréttindi. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London 1975. Áður var hún einn vetur við háskólanám í Frakklandi.
FRUMKVÖÐULL AÐ TENGSLANETI – VÖLD TIL KVENNA
Hún átti frumkvæði að og skipulagði tengslanets-ráðstefnurnar til að styrkja samstöðu kvenna úr öllum starfsgreinum og vitund þeirra um rétt sinn og mikilvægi í samfélaginu. Tengslanet-Völd til kvenna-ráðstefnurnar voru þær fjölsóttustu sem haldnar voru í íslensku háskóla- og viðskiptalífi um árabil
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630 /
http://www.fka.is/?i=2&f=2&o=408 /
http://www.kvennaslodir.is/frettatengt/nr/268/).
Hún var í tvígang tilnefnd til jafnréttisverðlauna vegna ten gslanets-ráðstefnanna.
ÝMISLEGT ÚR FJÖLMIÐLUM
Um hrunið:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1265382/
http://silfuregils.eyjan.is/2009/01/25/hrokafullt-upphaf-hrunsins-eda-aldrei-andlega-virk-thjod/
Um icesave í kjölfar fyrsta samnings vor 2009:
http://www.visir.is/ogn-vid-oryggi-og-sjalfstaedi-thjodar—og-framtid-evropsks-samstarfs/article/2009228195908
Um samþjöppun auðs og valds:
http://www.visir.is/vill-raeda-um-ad-setja-thak-a-eignarettinn/article/2011111029820
Um fátækt og kjör barna:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/05/29/vernda_tharf_born_gegn_fataekt/
http://mbl.is/greinasafn/grein/1119998/
Um jafnréttismál:
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/professor-fyrirtaeki-stofnanir-og-stjornvold-taka-login-ekki-alvarlega-og-thverbrjota-reglur
http://www.pressan.is/VeroldMortuMariu/Lesagrein/dr.-herdis-thorgeirsdottir-thad-tharf-hugrekki-til-ad-komast-i-gegnum-motlaeti
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077630
http://mbl.is/greinasafn/grein/1008772/
http://www.vb.is/frett/17352/
http://www.vr.is/index.aspx?groupid=476515&tabid=1889&NewsItemID=9271&ModulesTabsId=4466
http://www.bifrost.is/Files/Skra_0016957.pdf
NÝLEG ÁLIT NEFNDAR EVRÓPURÁÐS UM LÝÐRÆÐI MEÐ LÖGUM
http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)036-e.pdf
http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-AD(2011)026-e.pdf
http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL-AD(2010)053rev-e.pdf
http://www.venice.coe.int/docs/2010/CDL(2010)053-e.asp
http://www.venice.coe.int/docs/2011/CDL-JU(2011)017-e.pdf
http://www.venice.coe.int/docs/2008/CDL(2008)039-e.asp
http://charter97.org/en/news/2011/10/17/43699/
http://eurasialift.wordpress.com/2011/01/12/
http://azerireport.com/index.php?option=com_content&task=view&id=2999
Curriculum vitae
Herdis Thorgeirsdottir is an Icelandic professor, lawyer and political scientist who has specialised in human rights. She announced her candidacy for the office of President of Iceland on March 30, 2012. She is the author of books in the field of human rights and constitutional law, which have been published internationally, along with articles in magazines and chapters in books. Her research has in particular been directed at civil and political rights. She has done extensive research on freedom of the press and the protection of the rights of journalists from self-censorship due to the integration of financial and political power. In addition, she has performed research in other areas of human rights and business, labour law and gender equality.
Career
Currently, Herdis Thorgeirsdottir is an attorney at law in Reykjavik. She was appointed a Professor of Law at Bifrost University in 2004; teaching courses in constitutional law and comparative constitutional law as well as courses in business and human rights. Herdis Thorgeirsdottir is on the Board of Trustees of ERA (European Academy of Law). She is member of the European Commission for Democracy through Law/Venice Commission, where she is the chair of the sub-committee on human rights. In 2009, she was elected President of the European Women Lawyer’s Association (EWLA). She was re-elected for a second term in 2011. She is also part of the Network of Legal Experts (since 2003) that ensures that the European Commission is kept informed in relation to important legal developments in the field of gender equality at national level and the impact of these developments. She is the founder of the “Network – empowering women” large conferences in Iceland since 2004 attracting participants from every walk of life. In the 1980s and early 1990s, she was the founder, publisher and editor of Heimsmynd magazine in Iceland. Prior to that she was the founding editor of Mannlif magazine. She began her career as a journalist at Morgunbladid, a major daily newspaper in Iceland.
Education
Herdis Thorgeirsdottir holds a Doctor Juris degree (the highest academic law degree) in Law from the Faculty of Law at Lund University in Lund Sweden. She also has degree in Law from the University of Reykjavik and is a member of the bar. She was a guest scholar at Oxford University in 1999. Earlier she earned the M.A.L.D. degree from the Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University in Boston, Massachusetts. She received the B.A. degree in Political Science from the University of Iceland. She also studied journalism on Fleet Street in London, the United Kingdom and prior to that she had one year of psychology at the University of Aix-en-Provence.