Morgunblaðið beinir sjónum sínum að fyrirtækjum og barnafjölskyldum í sjöttu greininni í greinaflokknum: Er Ísland barnvænt samfélag, sem birtist í blaðinu á morgun sunnudag skv frétt á Mbl.is í dag. Í greininni á morgun ræðir Morgunblaðið við þrjú fyrirtæki sem hafa tekið upp fjölskylduvæna starfsmannastefnu, Glitni, Landsvirkjun og Toyota Reykjanesbæ auk Vinnueftirlitsins. Þá eru viðtöl við einstæðar mæður og foreldra. Loks er rætt við dr. Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor í stjórnskipun við lagadeild Háskólans á Bifröst, sem nálgast viðfangsefnið frá sjónarhóli laganna. Sjá Mbl.is viðtal Helgu Kristínar Einarsdóttur blaðamanns við Herdísi.